Bátasmíði.is |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
23.11.2019 10:36Ólafur (Skagfjörð) SH 147Saga Ólafs. Báturinn er smíðaður
árið 1885 í Bjarneyjum. Hvergi í skráðum heimildum er smiður bátsins nefndur en
ekki er öðrum til að dreifa en Bergsveini Ólafssyni (1839-1899). Bergsveinn var
bóndi (1870-1899) og skipasmiður í Bænum í Bjarneyjum og mikill afkastamaður á
því sviði. Ólafur
er skráður fyrst í skipaskrá 20.11.1908. Þar eru þessar upplýsingar skráðar: Nafn:
Ólafur, Umdæmisnúmer: SH 147, Gerð: Árabátur 8 árar, áttæringur, Veiðarfæri:
Lóðir, Stærð: Brl. 2,54 Lengd 24 fet (8 m), Breidd 6 fet (2 m), Dýpt 3
fet (1 m), Smíðastaður og ár: Bjarneyjar 1885, Efni: Fura, Áhöfn:
9 menn, Eigandi: Kristrún Eyjólfsdóttir, ekkja, Sandi (Hellissandi),
Formaður: Sigurður Þorsteinsson, tómtshúsmaður, Sandi. Kristrún
Eyjólfsdóttir (1838-1922), sem er eigandi bátsins við skráninguna 1908, var
laundóttir Eyjólfs "Eyjajarls" Einarssonar (1784-1865) í Svefneyjum. Maður
Kristrúnar var Þorsteinn Jónsson (1838-1873) og bjuggu þau frá árinu 1863 í
Innstubúð í Bjarneyjum. Þeim búnaðist vel og eignuðust 9 börn. Þau misstu 5
börn í æsku, en 4 komust upp. Þorsteinn maður Kristrúnar lést eftir stutta legu
einungis 34 ára að aldri árið 1873. Eftir lát Þorsteins kom bróðir hans
Sigurður Jónsson (1841-1906) til Kristrúnar, sem ráðsmaður.[1]
Sigurður var nefndur "Stormur" og stundaði róðra undir Jökli á vetrarvertíð.
Þann 20.2.1885 fór Sigurður úr Bjarneyjum með tvo báta áleiðis út á Sand til
róðra. Eggert Þorsteinsson (1864-1898), sonur Kristrúnar, stýrði öðrum bátnum
en Sigurður hinum. Þegar þeir voru komnir út undir Rif hvolfir bátnum, sem
Eggert stýrði, skyndilega. Náðu menn að bjarga Eggerti, en þrír menn drukknuðu.
Eftir slysið gekkst Ólafur Skagfjörð (1851-1887), kaupmaður í Flatey, fyrir
samskotum fyrir nýjum báti fyrir Sigurð, með þeim árangri að Sigurður fékk
nýjan og vandaðan bát[2].
Í þakklætisskyni skýrði Sigurður bátinn, Ólaf Skagfjörð. Móðir
Bergsveins Ólafssonar, sem smíðaði bátinn, var Björg Eyjólfsdóttir (1815-1899)
í Sviðnum, og hann var því systursonur Kristrúnar og nánast jafnaldri hennar og
nágranni í Bjarneyjum. Báturinn
var í daglegu tali nefndur Ólafur og er skráður með því nafni árið 1908 þegar
hann er fyrst skráður. Sigurður réri á Ólafi frá Sandi á vetrarvertíðum. Sonur
Kristrúnar, Sigurður Þorsteinsson (1869-1922), réri með Sigurði frænda sínum á
Ólafi. Um aldamótin flytjast þau Kristrún og Sigurður alfarið út á Hellissand
og setjast að í Hallsbæ og þar deyr Sigurður árið 1906. Pétur
(Maríus Guðlaugur) Guðmundsson (1886-1965) Ártúni á Hellissandi, kaupir bátinn
fyrir 1911. Í Breiðfirzkum sjómönnum er sagt frá sjóferð árið 1911 þegar Pétur
lendir í norðanáhlaupi þegar hann er á bátnum ásamt áhöfn sinni í róðri
framundan Brimnesi sem er utan við Hellissand. Mið þessi eru nefnd "Svaða".
Pétur varð að hætta að draga línuna og hleypa undan veðrinu. Einn af hásetum
Péturs var Sigurður Pétursson sonur Kristrúnar og fékk Pétur Sigurð til að taka
við stjórn bátsins vegna mikillar reynslu hans. Eftir töluverða svaðilför náðu
þeir að lenda í Skarðsvík.[3]
Pétur
lætur endurbyggja bátinn á árunum 1925-27 og þá er sett vél í bátinn. Vélin var
af gerðinni Red Wing, 2 cyl. amerísk bensínvél. Næsta
færsla í skipaskrá er gerð 11.8.1932 og þá lítur skráningin út svona: Nafn:
Ólafur, Umdæmisnúmer: SH 147, Gerð: Opinn vélbátur, Veiðarfæri:
Lóðir, Stærð: Brl. 2,6 Lengd 23,7 fet (7,9 m), Breidd 6 fet (2 m),
Dýpt 3,1 fet (1,03 m), Smíðastaður og ár: Umbyggður á Sandi 1925-1927, Efni:
Fura, Áhöfn: 4 menn, Eigandi: Pétur Guðmundsson, Sandi
(Hellissandi) og Helga Vermundsdóttir Sandi, Formaður: Pétur
Guðmundsson, Sandi. Árið
1940 óskar Haraldur (Jóhann) Guðmundsson (1899-1962) eftir skráningu bátsins þannig að sennilega hefur hann keypt
bátinn um það leiti. Haraldur
réri bátnum frá Krossavík og einnig frá Rifi. Eftir
lát Haraldar 1962 gaf ekkja hans Elín Oddsdóttir (1901-1990) og fjölskylda
Sjóminjasafninu á Hellissandi bátinn. Á
haustmánuðum 2019 hóf Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður
Bátasafns Breiðafjarðar, endursmíði bátsins. Þess má geta að Bergsveinn
Ólafsson var langalangafi Hafliða. Með Hafliða við endursmíðina eru Eggert
Björnsson bátasmiður og Einar Jóhann Lárusson, trésmiður og nemi í bátasmíði. Ráðgert
er að báturinn verði gerður sjófær. Efnið í kjöl og stefni var
fengið frá Skórækt ríkisins í Þjórsárdal, rúmlega 30 ára greni um 5 m að lengd.
Hafliði telur að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur viður er notaður við
slíka smíði. Þann 3 júní 2020 afhenti Hafliði Aðalsteinsson bátinn Hjálmari Kristjánssyni útgerðarmanni í Rifi sem kostaði endurgerð bátsins. Myndir í myndaalbúmi. Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 08.07.2019 12:51Bátadagar 2019 tókust frábærlegaBátadagar 2019 fóru fram laugardaginn 6 júlí. Þáttaka var
mjög góð í frábæru veðri, 10 bátar og um 50 manns tóku þátt. Myndir er að finna
hér. Hér að neðan er gestabók úr Sviðnum. ![]() ![]() 21.06.2019 14:55Bátadagar á Breiðafirði 5-6 júlí 2019Bátadagar á Breiðafirði 5-6 júlí 2019 Allar
gerðir báta velkomnar Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum,
í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir
bátahátíð á Breiðafirði í tólfta sinn dagana 5-6 júlí nk. Nú verður breyting á því nú eru allar gerðir báta
velkomnar, ekki bara trébátar. Föstudagur 5. júlí. Safnast saman. Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 5 júlí. Flóð er um kl. 21 og þá er gott að setja bátana niður í
höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Laugardagur 6. júlí. Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9
og áformað er að sigla að Ólafseyjum og þar skoðaðar gamlar mannvistarleyfar.
Þaðan verður siglt í Sviðnur þær skoðaðar, eigendur verða á staðnum og fræða
þáttakendur. Síðan verður siglt innanskerja til Skáleyja og þar mun Jóhannes Geir
Gíslason sýna okkur minjasafn sem hann hefur komið upp þar og fræða þáttakendur
um lífið í eyjunum en hann er þar fæddur og uppalin og var þar bóndi um tíma. Loks
verður siglt til baka til Reykhóla og ráðgert koma að landi um eða fyrir kl. 20
en háflóð er um kl. 22 og því hentugt að taka bátana upp.
Ýmsan fróðleik má finna á netinu um eyjarnar, m.a.: https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_olafseyjar.htm https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_svidnur.htm https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_skaleyjar.htm Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður,
mestu um hvernig siglingin verður og áætlunin getur því breyst ef aðstæður
krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við
Breiðafjörð. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að
nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að þáttakendur
verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum. Björgunarsveit Landsbjargar á Reykhólum, Heimamenn,
mun verða með í för með öflugan bát okkur til halds og trausts. Allir bátar eru velkomnir og við viljum
hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega
umhverfi. Mjög góð aðstaða fyrir báta er á Reykhólum og
einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Báta- og hlunnindasýningin verður opin og vafalaust
hafa þáttakendur áhuga á að skoða hana. Sjá má fróðleik úr starfi félagsins og myndir frá fyrri Bátadögum: http://batasmidi.is/ Frekari upplýsingar veitir: Hafliði Aðalsteinsson,
formaður félagsins, s. 898-3839 Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 01.03.2019 20:16BjörgBjörg var smíðuð í Bjarneyjum um 1870 af
Bergsveini Ólafssyni (1839-1999). Bergsveinn, var sonur Ólafs Teitssonar
(1810-1892) og Bjargar Eyjólfsdóttur (1815-1899) í Sviðnum, Einarssonar
eyjajarls (1784-1865) í Svefneyjum. Bergsveinn var afkastamikill
bátasmiður og er talinn hafa smíðað bát á ári öll sín búskaparár í Bjarneyjum
1869-1899 og stundum marga, eða alls á milli 30 og 40 báta, auk þess sem hann
gerði við fjölda báta. Björg er smíðuð úr furu fyrir Magnús
Magnússon (1854-1933) "vert" í Flatey og er stór sexæringur tæpir 8 metrar á
lengd og um 2,2 metrar á breidd og um 2,0 brl. að stærð. Upphaflega hét
báturinn Harpa og var seglskip og notaði Magnús bátinn aðallega til flutninga.
Árið 1934 eignast Valdimar Ólafsson (1906-1939) sonarsonur Bergsveins bátinn,
breytir honum í vélbát og lætur hann heita Björg. Síðan var báturinn í
Hvallátrum og notaður til flutninga og ferðalaga þar til búsetu þar lauk árið
1991. Báturinn var í Hvallátrum í eigu Aðalsteins Aðalsteinssonar (1923-2014)
bróðursonar Valdimars til ársins 2007, en þá var báturinn tekinn til viðgerða
og synir Aðalsteins, Hafliði og Jón, gerðu töluvert við hann. Í dag er hann
heill og í ágætu standi. Fyrsta vélin sem sett var í bátinn var 7
ha Skandia vél en 1948 var sett í hann 10 ha Skandia, 1961 10 ha Kelvin vél og
18 ha Sabb vél árið 1987. Kelvin vélin frá 1961 var síðan gerð upp og sett
aftur í bátinn 1997-98.
Björg was built in Bjarney in 1870 by
Bergsveinn Ólafsson (1839-1999). Bergsveinn, son of Ólafur Teitsson
(1810-1892) and Björg Eyjólfsdóttir (1815-1899) in Sviðnur, Einarsson
(1784-1865) in Svefneyjar island. Bergsveinn was a productive boat builder and
built a boat every year from 1869-1899 and sometimes many, or in total between
30 and 40 boats. Björg is made of pine for and is about 2.0 brl. (gross tonnes)
Initially, the boat was named Harpa and was a sailing ship. In 1934, Valdimar
Ólafsson (1906-1939) grandson of the Bergsveinn, bought the boat, converted him into a motor boat and
named him Björg. Then the boat was in Hvallátur and used for transport and
travel until the residence in Hvallátur ended in 1991. The boat was owned by
Aðalsteinn Aðalsteinsson (1923-2014) brotherson of Valdimar until 2007, when
then the boat was taken for repair and sons of Aðalsteinn, Hafliði and Jon, did
a lot to him. Today she is in good condition. The first machine that was
installed in the boat was 7 ha Skandia engine, in 1948 it was replaced with 10
ha Skandia engine. In 1961 it was replaced with 10 ha Kelvin engine and then 18
ha Sabb machine in 1987. The Kelvin machine from 1961 was then repaired and
re-installed in the boat 1997- 98. Skrifað af SB 22.12.2017 19:16Sæbjörg BA flutt í hús.Í dag var langþráðu marki náð. Sæbjörg BA var sett inn í hús til viðgerðar. Sjá myndir í albúmi. ![]() 09.09.2017 16:17Noregur 2017![]() Hafliði Aðalsteinsson vinnur að smíði báts í Noregi hjá: http://kystensarv.no/islandsk-batbygger-i-aksjon. Verkefnið er að smíða dæmigerðann breiðfirskan bát. Hafliði mældi og teiknaði upp Sendling sem Ólafur Bergsveinsson langafi hans smíðaði fyrir um 130 árum. Verkið hófst 13. ágúst og nú þegar þetta er skrifað, 9. sept., er hann að setja áttunda umfarið af níu í bátinn og stefnir að því að klára hann um næstu mánaðarmót. Myndir eru í myndaalbúmi. Einnig má benda á Facebook síðu : https://www.facebook.com/kystensarv/ Skrifað af SB 05.08.2016 15:57Opnun vélaafns og bátadagar 2016![]() ![]() Myndir eru komnar inn á myndaalbúm endilega skoðið: http://batasmidi.is/photoalbums/279727/ 08.06.2016 21:30Bátadagar 2016Bátadagar á Breiðafirði
2 júlí 2016 Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í níunda sinn þann 2 júlí nk. Eigendur trébáta eru hvattir til að mæta með báta sína. Í ár er gert ráð fyrir þægilegri og stuttri dagleið þannig að litlir bátar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum að taka þátt. Föstudagur 1. Júlí. Safnast saman. Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á
Reykhólum á föstudaginn 1 júlí. Flóð er um kl. 17 og þá er gott að setja bátana
niður í höfninni á Reykhólum, þaðan sem farið verður í siglinguna daginn eftir.
Laugardagur 2. Júlí. Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 10 Áætlunin er að sigla til Akureyja en Akureyjarbændur, Lilja Gunnarsdóttir og Birgir Bjarnason hafa verið svo vinsamleg að bjóða bátafólkið velkomið að stíga á land og skoða sig um. Ef veður og aðstæður bjóða er möguleiki á að lengja ferðina að Fagradal á Skarðströnd. Akureyjar eru eyjaklasi sem liggur um 5 km úti fyrir Skarðsströnd og svipaða vegalengd frá Reykhólum, nokkru utan við mynni Gilsfjarðar. Í klasanum eru um 30 eyjar og grashólmar. Akureyjar þóttu fremur þægilegar til búskapar miðað við aðrar Breiðafjarðareyjar og var helsta ástæða þess sú að þær eru skammt frá landi. Á árunum 1907-1927 fengust af Akureyjum að meðaltali 50 kg. af hreinum dún, 30-40 vorkópar og svipuð tala af haustkópum, um 10 þúsund lunda kofur (pysjur) og 18-20 kýrfóður af töðu. Talnaglöggir geta reiknað hvað þetta er að núvirði en ljóst er að Akureyjar voru og eru kostajörð. Háflóð er um kl. 18 um kvöldið þannig að þeir
sem vilja geta tekið báta sína upp við ferðalok. Gera má ráð fyrir að ferðin
taki um 5-6 klst. Um kvöldið verður haldið sameiginlegt grill við hús Báta og hlunnindasýningarinnar, sem leggur til grill og kol og húsnæði til að matast í. Hinir landsfrægu stuðboltar og bræður Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir munu síðan skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir eru af breiðfirskum ættum og langafi þeirra Gísli Bergsveinsson var bóndi í Akureyjum 1927-32. Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að allir þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum. Björgunarsveit Landsbjargar á Reykhólum, Heimamenn, mun verða með í för með nýjan og öflugan bát okkur til halds og trausts. Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi. Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar á www.visitreykholahreppur.is/. Gisting í
Reykhólahreppi; http://www.visitreykholahreppur.is/page/34171/
Gisting í Dalasýslu; http://www.dalabyggd.is/ferdathjonusta/gisting/
Báta- og
hlunnindasýningin verður opin. http://visitreykholahreppur.is/page/34165/.
Frekari upplýsingar veita: Harpa Eiríksdóttir, [email protected], s: 894-1011 og
Sigurður Bergsveinsson, [email protected],
s: 893-9787 Skrifað af SB 05.05.2016 09:00Nýr súðbyrðingur sjósetturÞað gerist ekki á hverjum degi að sjósettur er nýbyggður
súðbyrðingur. Ráðgert er að sjósetja nýjan súðbyrtan bát í Kópavogshöfn á
laugardaginn 7. maí nk. Byggingasaga þessa báts
er um margt sérstök. Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) hefur staði fyrir námskeiðahaldi í gerð súðbyrðinga í samvinnu við Iðu fræðslusetur. Tilgangur námskeiðanna er að viðhalda þekkingu í gerð og vinnubrögðum við smíði slíkra báta sem hafa verið smíðaðir allt frá landnámi og byggja á smíðahefð víkingaskipanna. Hafliði Már Aðalsteinsson
skipasmíðameistari frá Hvallátrum á Breiðafirði og Eggert Björnsson bátasmiður
hafa annast kennslu á námskeiðunum. Í byrjun árs 2012 hannaði Hafliði og teiknaði bát sem er byggður á hefðbundnum breiðfiskum hlunnindabátum en aðeins breiðari og dýpri en þeir voru. Hafliði notaði síðan hönnunina á 6 námskeiðum sem haldin voru frá því í febrúar árið 2012 og fram í mars 2013. Alls tóku um 50 menn þátt í námskeiðunum. Lagður var kjölur að bátnum og hann síðan fullbyrtur og sett í hann 4 bönd. Síðan hefur ekkert verið
unnið í bátnum þangað til í vetur (2016) að Hafliði og Eggert tóku sig til og
kláruðu að smíða bátinn og setja niður vélbúnað og fullgera hann. Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og
hefur gefið honum nafnið Öxney. Bátinn hyggst Sturla nota við hefðbundnar
hlunnindanytjar við Breiðafjörð. Báturin er smíðaður úr furu og eik og
er með utanáliggjandi stýri. 01.03.2016 22:00Í víking til NoregsÓskað hefur verið eftir því að Hafliði Aðalsteinsson
skipasmíðameistari og formaður FÁBBR komi til Noregs og smíði dæmigerðan breiðfirskan bát, fjögurra manna far.
Vinfastur sem smíðaður var af félagsmönnum FÁBBR er slíkur bátur, sjá mynd.
Búið
er að fjármagna verkefnið og stefnt að því að þetta geti orðið að veruleika
vorið 2017. Þetta er mikill heiður fyrir Hafliða og óskum við honum til hamingju með þetta. Hanus Jensen, skipasmiður frá Færeyjum, smíðað færeyskan bát í Noregi árið 2014 og nú er komið að Hafliða.
Sjá hér frétt frá Noregi.
Hurra!
Norsk Kulturråd har bevilget kr 120.000 til museet for å få båtbygger Haflidi
Adalsteinsson fra Island hit til museet for å bygge en tradisjonsbåt fra
Island. https://www.facebook.com/kystensarvmist/photos/a.1442572019297681.1073741828.1442567939298089/1765586946996185/?type=3&theater
26.02.2016 18:36Námskeið 26-27 febrúar 2016Fyrsta námskeiðið í smíði trébáta á árinu
eru nú (26-27 febrúar 2016) haldið húsnæði Iðu fræðsluseturs (idan.is) að
Vatnagörðum 20 í Reykjavík en námskeiðið er haldið í samvinnu Iðu fræðsluseturs
og FÁBBR. Þáttakendur að þessu sinni eru 8. Kennarar eru sem fyrr Hafliði
Aðalsteinsson skipasmíðameistari og Eggert Björnsson bátasmiður. Verkefnin að þessu sinni er kennsla í
viðgerð á gömlum bát og frágangur á nýjum bát. Eldri báturinn er bátur sem Valdimar
Ólafsson (1906-1939) í Hvallátrum (afabróðir Hafliða) smíðaði árið 1934 fyrir
Júlíus Sigurðsson(1876-1961) á Litlanesi á Barðaströnd og var báturinn
yfirleitt kallaður Litlanesbáturinn og var hlunnindabátur á Litlanesi í áratugi.
Hafliði er að vinna að endurbyggingu bátsins fyrir Hilmi Bjarnason stjórnarmann
í FÁBBR. Sigurjón Árnason (1923-2010) skipasmiður í
Flatey, afi Hilmis, smíðaði á árunum um og eftir 1950 fjóra báta eftir
Litlanesbátnum; Andvara, Bjarma, Hring og Múlabátinn. Þessir bátar eru allir
til í dag og eru allir nema Andvari í mjög góðu ástandi. Myndir frá námskeiðinu eru í myndaalbúmi. http://www.batasmidi.is/photoalbums/277391/ Skrifað af sb 26.12.2015 18:03Vélasafnið - fróðleikur![]() Eins og fram koma hér á síðunni í september þá bættist vélasafn Þórhalls Matthíassonar frá Litlabæ í Skötufirði við Báta- og hlunnindasýninguna á
Reykhólum. Nú hefur safnið verið skrá eftir upplýsingum frá Þórhalli. Ýmislegt fróðlegt kemur í ljós við skráningu safnsins. Vélarnar eru alls 102 af 42 tegundum og eru framleiddar í 8
löndum. Ekki er vitað um aldur allra vélanna en af þeim sem vitað er um er elsta
vélin frá 1926 og sú yngsta frá 2001. Notkun vélanna hefur verið mjög
fjölbreytt en um 80% eru báta- eða ljósavélar. Vélarnar koma víða að, rúmlega
helmingur er af Norðurlandi og um þriðjungur af Vestjörðum, Breiðafirði og
Vesturlandi. Í haust var unnið að því að gera húsnæði tilbúið fyrir
sýninguna og gekk það vel og í vor verður safnið sett upp ásamt merkingum. Við viljum hvetja alla áhugamenn að gera sér ferð á Reykhóla
næsta sumar og skoða þetta stór merka safn. Hér á eftir fylgja nokkrar töflur fyrir áhugasama að skoða
betur.
Skrifað af SB 18.10.2015 14:31Námskeið í smíði súðbyrðingsNæsta námskeið verður 6-7 nóv. 2015 ![]() Lifandi handverk - Iðan í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar. Þetta er
grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem
notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Markmið námskeiðsins er að kenna
þátttakendum grundvallaratriði í bátasmíði. Námsefni er m.a.: Leiðarvísir að bátasmíði,
tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu. Námsmat: 100% mæting. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Iðan fræðslusetur, Vatnagörðum 20. Sjá nánar á heimasíðu Iðu: http://idan.is/oll-namskeid/bygginga-og-mannvirkjagreinar-namskeid Skrifað af SB 04.10.2015 10:33Draupnir BA kominn á Reykhóla![]() Á föstudaginn 2 október 2015 var vélbáturinn Draupnir fluttur
frá Safnasvæðinu á Akranesi, þar sem hann hefur verið geymdur s.l. 20 ár, til dvalar
hjá Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum. Draupnir var smíðaður af Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni
(1923-2014) skipasmið í Hvallátrum á Breiðafirði og var stærsti bátur sem
Aðalsteinn smíðaði, sjósettur árið 1960. Draupnir er 10,67 m langur, 3,55 m á breidd og 1,52 m djúpur
og 10,41 brl. Upphaflega var í honum 20 hp Lister vél en síðar var sett í hann
50 hp Perkings vél og er hún í honum í dag. Aðalsteinn smíðaði bátinn fyrir sig og var hann heimils farartæki
fyrir Hvallátur og notaður til að flytja fólk og varning. Aðalsteinn smíðaði einnig árið 1962, Farsæl fyrir nágranna
sinn Nikulás Jensson í Svefneyjum. Farsæll er aðeins minni eða rúmar 7 brl. Draupnir og Farsæll bera smíðakunnáttu Aðalsteins gott merki
og voru lang stærstir og flottastir eyjabátar á sinni tíð. Draupni var búinn staður við hlið Farsæls við hús Báta- og
Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum. Þar hvílir einnig flutningaprammi sem Aðalsteinn
smíðaði árið 1958. Myndir af flutningunum eru í myndaalbúmum. Skrifað af SB 29.09.2015 09:01Sindri afhentur Bátasafni BreiðafjarðarSindri afhentur Bátasafni Breiðafjarðar til eignar og varðveislu. Sindri var smíðaður árið 1936 af
Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað
á Reykjanesi. Á þessum tíma var tvíbýli á Stað en síðar(1949) byggði Jón nýbýlið
Árbæ . Sindri er smíðaður úr eik og furu
og skráður 2,5 brl. Var upphaflega með 5 ha Skandia vél, árið 1946 var sett í
bátinn 8 ha. Skandia vél, 1983 var sett í bátinn 8 ha Sabb vél og 1995 10 ha
Sabb vél sem er í bátnum í dag. Sindri var notaður af Staðar og
Árbæjar bændum í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki. Sindri hefur verið geymdur í
uppsátri á Vesturnesi við höfnina á Stað. Árið 1962 kaupir Guðmundur
Theódórsson á Laugalandi við Þorskafjörð bátinn og notar hann við
hlunnindanytjar o.fl. Árið 1990 gerði
Guðmundur bátinn upp og hefur síðan haldið honum mjög vel við. Á Bátadögum 2015 sigldi Guðmundur
ásamt gestum á Sindra í hópi báta í blíðu veðri. Að því loknu afhenti Guðmundur
Bátasafninu Sindra til eignar og varðveislu. Sindri var hafður til sýnis á
Báta- og hlunnindasýningunn fram á haust en nú hefur verið gengið frá honum til
vetrardvalar í naustinu þar sem hann hefur verið geymdur undanfarin 80 ár. Fleiri myndir af Sindra eru í
myndaalbúmum. Skrifað af SB |
Eldra efni
Bátasafn Breiðafjarðar Nafn: Bátasafn BreiðafjarðarTölvupóstfang: [email protected]Staðsetning: ReykhólarTenglar
Flettingar í dag: 760 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 972 Gestir í gær: 29 Samtals flettingar: 984151 Samtals gestir: 87836 Tölur uppfærðar: 24.3.2025 16:46:09 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is