Bátasmíði.is

Færslur: 2014 Júní

18.06.2014 16:24

Bátadagar 5 og 6 júlí 2014







Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn þann 5 og 6 júlí nk. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína.

 Föstudagur 4. Júlí.  Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum á föstudaginn 4 júlí. Góðar aðstæður til gistingar eru á svæðinu. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á að þáttakendur grilli saman á föstudagskvöldinu.

 Laugardagur 5. Júlí. Leikur og alvara í og við Reykhólahöfn.

Á laugardagsmorgun verður mætt í Reykhólahöfn og bátarnir sýndir. Notaðar verða árar, segl og vélar eftir því sem aðstæður leyfa. Sérstaklega verður hugað að yngstu kynslóðinni og henni m.a. kennt/sýnt að róa. Kunnáttumenn verða á svæðinu og kynna mismunandi báta og skýra notkun þeirra við dagleg störf við Breiðafjörð í gegnum aldirnar. Háflóð er um kl. 12:30 á laugardag. Stefnum á sameiginlegt grill um kvöldið.

Sunnudagur 6. Júlí. Sigling í Þorskafjörð.

Á sunnudaginn 6 júlí verður siglt frá Reykhólahöfn um kl. 10:00 og siglt NV með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafjörð og aðstæður skoðaðar, áð verður við Teigsskóg og hann skoðaður, síðan verður siglt til Staðar á Reykjanesi og líkur ferðinni þar. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klst.   Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaða siglingaleið. Háflóð er um kl. 13:30 á sunnudag

Báta- og hlunnindasýningin verður opin alla dagana. http://visitreykholahreppur.is/page/34165/

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar  á www.visitreykholahreppur.is/

Frekari upplýsingar veita: Harpa Eiríksdóttir, [email protected],  s: 894 1011 og Sigurður Bergsveinsson, [email protected], s: 893 9787


  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 815
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 920896
Samtals gestir: 83773
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 05:17:39

Gestir

free counters