
Fyrsta námskeiðið í smíði trébáta á árinu
eru nú (26-27 febrúar 2016) haldið húsnæði Iðu fræðsluseturs (idan.is) að
Vatnagörðum 20 í Reykjavík en námskeiðið er haldið í samvinnu Iðu fræðsluseturs
og FÁBBR. Þáttakendur að þessu sinni eru 8. Kennarar eru sem fyrr Hafliði
Aðalsteinsson skipasmíðameistari og Eggert Björnsson bátasmiður.
Verkefnin að þessu sinni er kennsla í
viðgerð á gömlum bát og frágangur á nýjum bát.
Eldri báturinn er bátur sem Valdimar
Ólafsson (1906-1939) í Hvallátrum (afabróðir Hafliða) smíðaði árið 1934 fyrir
Júlíus Sigurðsson(1876-1961) á Litlanesi á Barðaströnd og var báturinn
yfirleitt kallaður Litlanesbáturinn og var hlunnindabátur á Litlanesi í áratugi.
Hafliði er að vinna að endurbyggingu bátsins fyrir Hilmi Bjarnason stjórnarmann
í FÁBBR.
Sigurjón Árnason (1923-2010) skipasmiður í
Flatey, afi Hilmis, smíðaði á árunum um og eftir 1950 fjóra báta eftir
Litlanesbátnum; Andvara, Bjarma, Hring og Múlabátinn. Þessir bátar eru allir
til í dag og eru allir nema Andvari í mjög góðu ástandi.
Myndir frá námskeiðinu eru í myndaalbúmi. http://www.batasmidi.is/photoalbums/277391/