Bátasmíði.is

Færslur: 2016 Maí

05.05.2016 09:00

Nýr súðbyrðingur sjósettur


Það gerist ekki á hverjum degi að sjósettur er nýbyggður súðbyrðingur.

Ráðgert er að sjósetja nýjan súðbyrtan bát í Kópavogshöfn á laugardaginn 7. maí nk.

Byggingasaga þessa báts er um margt sérstök.

Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) hefur staði fyrir námskeiðahaldi í gerð súðbyrðinga í samvinnu við Iðu fræðslusetur. 

Tilgangur námskeiðanna er að viðhalda þekkingu í gerð og vinnubrögðum við smíði slíkra báta sem hafa verið smíðaðir allt frá landnámi og byggja á smíðahefð víkingaskipanna. 

Hafliði Már Aðalsteinsson skipasmíðameistari frá Hvallátrum á Breiðafirði og Eggert Björnsson bátasmiður hafa annast kennslu á námskeiðunum.

Í byrjun árs 2012 hannaði Hafliði og teiknaði bát sem er byggður á hefðbundnum breiðfiskum hlunnindabátum en aðeins breiðari og dýpri en þeir voru.  

Hafliði notaði síðan hönnunina á 6 námskeiðum sem haldin voru frá því í febrúar árið 2012 og fram í mars 2013. Alls tóku um 50 menn þátt í námskeiðunum. Lagður var kjölur að bátnum og hann síðan fullbyrtur og sett í hann 4 bönd. 

Síðan hefur ekkert verið unnið í bátnum þangað til í vetur (2016) að Hafliði og Eggert tóku sig til og kláruðu að smíða bátinn og setja niður vélbúnað og fullgera hann.

Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og hefur gefið honum nafnið Öxney. Bátinn hyggst Sturla nota við hefðbundnar hlunnindanytjar við Breiðafjörð.

Öxney er 5,85 m á lengd, 2,02 m á breidd og 0,93 m á dýpt. Í honum er 30 hestafla Yanmar vél.
Báturin er smíðaður úr furu og eik og er með utanáliggjandi stýri.
  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2983
Gestir í gær: 510
Samtals flettingar: 791867
Samtals gestir: 74538
Tölur uppfærðar: 8.10.2024 13:43:16

Gestir

free counters