Bátasmíði.is |
|
Færslur: 2014 Júlí17.07.2014 23:06Bátadagar á Breiðafirði 2014Eftir vikufrestun vegna veðurs voru
Bátadagar á Breiðafirði haldnir dagana 12. og 13. júlí sl.
Fyrri
hluti laugardagsins var nýttur til að sjósetja og prófa bátana sem margir höfðu
ekki verið hreyfðir frá síðustu Bátadögum fyrir tveim árum. Bjart var í veðri
en nokkuð stíf NA átt. Þegar hálffallið var að um kl. 16 var lagt af stað á 8
bátum undir styrkri leiðsögn heimamanna og siglt um Reykhólaeyjar að Hvalshaushólma
þar sem talið er að Grettir og félagar hafi komið að landi með nautið sem
Grettir bar síðan á bakinu heim að bæ. Þarna eru merki um naust og fleiri
minjar. Síðan var siglt að Nóney sem er afar falleg stuðlabergseyja. Eftir að
hafa skoðað Nóney var ferðinni fram haldið í átt að Miðjanesi og siglt að
Miðjanesey og síðan með landinu um Staðareyjar og endað í höfninni hjá Stað.
Alla leiðina var siglt á mjög grunnu vatni og á fjöru má víða ganga þar sem
siglt var. Vindinn herti heldur og var þetta 10-15 m/sek. Það reyndi því aðeins
á og vélar í tveim bátanna biluðu smávegis. Nánar má sjá leiðina á meðfylgjandi
korti og einnig hér: http://www.sports-tracker.com/#/workout/sberg/627tiv8v6tbue9th
Eftir
að hafa komið bátunum vel fyrir og tekið þá sem biluðu á land var haldið til
Reykhóla. Um kvöldið var sameiginlegt grill í húsnæði Báta- og hlunnindasýningarinnar.
Á sunnudag var komið mun betra veður og um
kl. 14 var siglt á 5 bátum og byrjað á því að sigla inn á Djúpafjörð og hann
skoðaður, síðan var siglt inn í Þorskafjörð að Teigsskógi. Vegna sjávarstöðu
var ekki hægt að fara þar í land og var þá siglt yfir að Laugalandi sem er
eyðijörð við sunnanverðan Þorskafjörð. Húsráðendur tóku á móti bátafólkinu og
sýndu staðhætti en á Laugalandi er heitur hver og er vatn úr honum nýtt til
húshitunar og í sundlaug. Að lokum var siglt til Staðar þar sem bátarnir voru
teknir á land og menn héldu hver til síns heima eftir vel heppnaða Bátadaga. Myndir frá Bátadögum 2014 má sjá hér: http://www.batasmidi.is/photoalbums/263672/ 03.07.2014 17:50Bátadögum á Breiðafirði frestað um vikuVegna slæmrar veðurspár næstu daga hefur verið ákveðið að fresta Bátadögum á Breiðafirði um eina viku. Þeir áttu að vera núna á föstudag, laugardag og sunnudag en í staðinn verða þeir dagana 11.-13. júlí. Dagskráin verður hins vegar hin sama að öðru leyti (sjá tengilinn hér fyrir neðan). Þetta er ákveðið með venjulegum fyrirvara um veður - kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða, eins og sagt hefur verið.
|
Eldra efni
Bátasafn Breiðafjarðar Nafn: Bátasafn BreiðafjarðarTölvupóstfang: [email protected]Staðsetning: ReykhólarTenglar
Flettingar í dag: 770 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 972 Gestir í gær: 29 Samtals flettingar: 984161 Samtals gestir: 87836 Tölur uppfærðar: 24.3.2025 17:07:14 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is