Bátasmíði.is

Færslur: 2012 Mars

25.03.2012 15:37

Fjórum vel heppnuðum námskeiðum lokið

 

Nú er lokið námskeiðum í bátasmíði sem haldin voru á vegum Bátasafns Breiðafjarðar og Iðunnar, félags iðnaðarmanna. Lagt var upp með að halda tvö námskeið en þau urðu fjögur og voru tuttugu kennslustundir hvert. Þátttakendur voru alls tuttugu og þrír karlar víða af landinu.

 Hafin var smíði á tæplega sex metra löngum súðbyrðing og kláruðust sex umför af tólf. Bátinn teiknaði Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður í anda hlunnindabátanna í upphafi vélbátaaldar við Breiðafjörð, sem þróuðust í framhaldi af árabátunum.

 Mikill áhugi er hjá þeim sem stóðu að námskeiðinu og nemendum að halda áfram á sömu braut og taka þá fyrir fleiri þætti bátasmíðinnar, svo sem bönd, borðstokka, þóftur, farvið og vélar, niðursetningu og fleira. Verður fljótlega farið að huga að því.

 Leiðbeinendur vilja þakka nemendum fyrir þátttökuna og stórskemmtilega daga við smíðarnar og vonast til að hitta sem flesta á sama vettvangi síðar.

 Albúm með myndum frá öllum námskeiðunum fjórum eru komin hér vefinn.  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1817
Gestir í gær: 517
Samtals flettingar: 563994
Samtals gestir: 58626
Tölur uppfærðar: 27.5.2024 04:16:05

Gestir

free counters