17.02.2012 15:44
Iðan fræðslusetur.
Lifandi handverk - í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar. Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Farið er í gegnum grundvallaratriði í smíði og munu þátttakendur leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Námsefni er m.a. Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu.