Bátasmíði.is

Færslur: 2015 Október

18.10.2015 14:31

Námskeið í smíði súðbyrðings

Næsta námskeið verður 6-7 nóv. 2015





Lifandi handverk - Iðan í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar. 

Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta.
Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. 
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum grundvallaratriði í bátasmíði.

Námsefni er m.a.:
Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu. 

Námsmat: 100% mæting.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Iðan fræðslusetur, Vatnagörðum 20.

Sjá nánar á heimasíðu Iðu: 
http://idan.is/oll-namskeid/bygginga-og-mannvirkjagreinar-namskeid

04.10.2015 10:33

Draupnir BA kominn á Reykhóla



Á föstudaginn 2 október 2015 var vélbáturinn Draupnir fluttur frá Safnasvæðinu á Akranesi, þar sem hann hefur verið geymdur s.l. 20 ár, til dvalar hjá Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.

Draupnir var smíðaður af Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni (1923-2014) skipasmið í Hvallátrum á Breiðafirði og var stærsti bátur sem Aðalsteinn smíðaði, sjósettur árið 1960.

Draupnir er 10,67 m langur, 3,55 m á breidd og 1,52 m djúpur og 10,41 brl. Upphaflega var í honum 20 hp Lister vél en síðar var sett í hann 50 hp Perkings vél og er hún í honum í dag.

Aðalsteinn smíðaði bátinn fyrir sig og var hann heimils farartæki fyrir Hvallátur og notaður til að flytja fólk og varning.

Aðalsteinn smíðaði einnig árið 1962, Farsæl fyrir nágranna sinn Nikulás Jensson í Svefneyjum. Farsæll er aðeins minni eða rúmar 7 brl.

Draupnir og Farsæll bera smíðakunnáttu Aðalsteins gott merki og voru lang stærstir og flottastir eyjabátar á sinni tíð.

Draupni var búinn staður við hlið Farsæls við hús Báta- og Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum. Þar hvílir einnig flutningaprammi sem Aðalsteinn smíðaði árið 1958.

Myndir af flutningunum eru í myndaalbúmum.

  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 464
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 766221
Samtals gestir: 72953
Tölur uppfærðar: 20.9.2024 02:12:17

Gestir

free counters