Bátasmíði.is

Færslur: 2024 Mars

10.03.2024 10:35

Skýrsla vegna ársins 2022

Félag Áhugamanna um Bátasafn á Reykhólum - FÁBBR

Skýrsla vegna 2022

 

  • Stuðningur við Báta- og hlunnindasýninguna ehf. (BogH)
    • Þessi þáttur í starfseminni felst í faglegum stuðningi og aðstoð við uppsetningu sýningar á vori og samantekt að hausti. Einnig ýmis aðstoð varðandi húsnæði sýningarinnar. FÁBBR á 33,33% í BogH og Hafliði er formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru, Rebekka Eiríksdóttir fyrir Reykhólahrepp og Magnús Sigurgeirsson fyrir Æðarvé.
    • Rebekka Eiríksdóttir annaðist stjórn sýningarinnar árið 2022.
    • Sigurður B. annast bókhald félagsins og sér um launagreiðslur og styrkumsóknir.
  • Endurgerð og lagfæringar á bátum í eigu félagsins.
    • Á hverju vori eru sýningarbátar fluttir til, lagaðir og málaðir og snyrtir fyrir sýninguna.
    • Hafliði vann að viðgerð á Sindra á sýningartíma BogH. 
    •  
  • Tveir bátar voru gefnir félaginu á árinu.
  • Bjargfýlingur RE 401, nr. 5754. Ólafur Gíslason frá Skáleyjum átti bátinn. Við andlát Ólafs 17.2.2022 færði Gíslína Hanný Einarsdóttir ekkja Ólafs safninu bátinn að gjöf. Bjargfýlingur var smíðaður af Eyjólfi Einarssyni skipasmið í Hafnarfirði. Bjargfýlingur er 6,3 m á lengd, 2 m á breidd og 0.9 m. á dýpt., með 10 ha. Bukh vél.
  • Heppinn SH 47, nr. 6457. Einar Karlsson frá Purkey og Pálína Þorvarðardóttir frá Flatey sem búsett hafa verið í Stykkishólmi áttu bátinn alla tíð en hann er smíðaður 1983 af Kristjáni Guðmundssyni (Stjáni slipp) skipasmið í Stykkishólmi. Við andlát Einars 18.6.2022 færði Pálína safninu bátinn að gjöf. Heppinn er 6,8 m á lengd, 2,2 m á breidd og 0.9 m. á dýpt., með 30 ha. BMW vél.
  • Bátadagar       
  • Húsnæðismál.
    • Patró, óbreytt ástand.
    • Korngarðar 8 í Reykjavík. Faxaflóahafnir hafa lagt félaginu til geymslu- og vinnuaðstöðu að Korngörðum 8 í Sundahöfn.
  • Reykhólar. Báta og hlunnindasýningin að Maríutröð 5. Húsið lekur. Hafliði gerði bráðabirgðaviðgerð sem hélt að mestu. Hreppurinn hefur keypti nýtt efni á þakið, ekki er lokið við að setja það á.
  • Glerárskógar. Geymslan í hlöðunni er alveg full af bátum. Leiga á Glerárskógum er runnin út en félagið fær að vera með bátana þar áfram um tíma.
  • Braggi að Kötlulandi á Reykhólum.Þann 5.9.2022 var gerður samningur við ábúendur á Kötlulandi, Emblu Dögg B. Jóhannsdóttur og Styrmi Gíslason um kaup á bragga sem áður tilheyrði Tilraunastöðinni á Reykhólum. Bragginn sem er rúmlega 300 m2 mun gjörbreyta húsnæðsimálum félagsins.
  • Styrkir.
    • Félagið fékk enga nýja styrki árið 2022.
  • Samstarf o.fl.
  • Unnið að viðgerð báts fyrir Baldur Bjarnason á Siglufirði.
  • Árni SH. Hafliði, Eggert og Einar Jóhann unnu að viðgerð/endurgerð á Árna SH fyrir Sigurjón í Skipavík. Báturinn var smíðaður hjá Skipavík 1978. Súðbyrtur opinn vélbátur, lengd 7,53 m., breidd 2,36 m. og dýpt. 0.92 m. Báturinn var gerður út frá Nýlendu við Sandgerði og þar slitnaði hann frá legufærum þann 10 janúar 2012. Við fengum bátinn frá Faxaflóahöfnum þar sem hann hafði legið í reiðileysi. Í tengslum við ritun Skipavíkursögu þá ákvað Sigurjón Jónsson aðaleigandi Skipavíkur að láta gera bátinn upp en hann var vægast sagt ill farinn. Hægt var að nýta kjöl, afturstefni, bönd og örfá borð annað þurfti að smíða að nýju.Sett var í bátinn ný 74 ha. Yanmar vél og smíðað vélarhús. Nýtt vökvastýri var einnig sett í bátinn. Báturinn er því sem nýr. Verkinu lauk á haustmánuðum og báturinn var fluttur vestur í Stykkishólm í desember 2022
  • Saga Skipavíkur.
    • Sigurður lauk við ritun bóka um sögu Skipavikur í Stykkishólmi 1900-2020. Bókin kom út um miðjan desember 2022.Í bókinn er rakin saga skipasmíða í Stykkishólmi á yfir 100 ára tímabili. Fjallað er um smíði 110 báta. Þar er um að ræða allt frá minnstu árabátum upp í fullkomin nútíma fiskiskip. Einnig koma við sögu bátar sem þjónustaðir hafa verið. Alls tekur frásögnin því til um 200 báta, sem borið hafa um 400 nöfn. Fjallað er um mennina, átökin, ósigrana, þrautseigjuna og sigrana, allt til endaloka nýsmíði skipa í Stykkishólmi. Sagt er frá rekstri þeirra fyrirtækja sem við sögu koma og þeim áskorunum sem þau hafa staðið frammi fyrir, sem og aðlögunarhæfni fyrirtækjanna til að takast á við umbreytingu frá skipasmíði til nýrra tækifæra í almennri verktakavinnu og þjónustu. Bókin er því að hluta til iðnsaga Stykkishólms. Bókin er ríkulega skreytt ljósmyndum, í henni eru hátt í 500 myndir. Alls koma um 550 menn við sögu, karlar og konur. Hér er um að ræða fróðlegt rit um sögu, skip og atvinnuhætti.
  • Grindavíkurskip.
    • Þann 3. Nóv. 2022 var undirritaður samningur við Hollvinasamtökin Áttæringurinn kt. 601022-0520 Vesturbraut 10 Grindavík, um smíði á  s.k. Grindavíkurskipi. Báturinn verður eftirlíking af áttæringnum Geir í samræmi við teikningu úr Íslenskum sjávarháttum 2Verkið hefst í byrjum árs 2023 og verklok eru áætluð í lok maí 2023.