Súðbyrðingurinn
Sindri endurbættur.
Hafliði Aðalsteinsson og Guðmundur Theódórsson á Sindra 2015
Okkur er ánægja að geta sagt frá að
við úthlutun úr Formninjasjóði þann 25. mars 2021, var FÁBBR veittur styrkur, að
upphæð 2.000.000 kr. til að framkvæma endurbætur á Sindra sem er rúmlega 7
metra langur súðbyrðingur smíðaður árið 1936 í Hvallátrum á Breiðafirði.
Svona styrkur er ómetanlegur stuðningur við okkar starf við að vernda Breiðfirska bátaarfinn og kunnum Fornminjasjóði og
Minjastofnun bestu þakkir fyrir.
Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í
Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum
sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður
FÁBBR, stýra framkvæmd hennar.
Hér er um að ræða upplagt
tækifæri til að heimsækja Reykhóla og sjá handverk breiðfirskra skipasmiða á lifandi
safni.
Við munum auglýsa betur hvenær
unnið verður að viðgerðunum þegar nær dregur.
Hér að neðan eru krækjur á ýmsan
fróðleik.
Fornminjasjóður 2021: https://www.minjastofnun.is/sjodir/fornminjasjodur/styrkuthlutanir/2021/
Fróðleikur um Sindra. http://batasmidi.is/blog/2015/09/29/737118/
Myndir af Sindra: http://batasmidi.is/photoalbums/274830/
Bátasafn Breiðafjarðar: http://www.reykholar.is/stjornsysla/stofnanir/Batasafn_Breidafjardar/
Heiðursiðnaðarmenn 2020: http://batasmidi.is/blog/yearmonth/2020/04/
Skrifað af Sigurður Bergsveinsson