Bátasmíði.is

Færslur: 2019 Júní

21.06.2019 14:55

Bátadagar á Breiðafirði 5-6 júlí 2019

Bátadagar á Breiðafirði 5-6 júlí 2019

Allar gerðir báta velkomnar

 

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í tólfta sinn dagana 5-6 júlí nk.

 

Nú verður breyting á því nú eru allar gerðir báta velkomnar, ekki bara trébátar.

 

Föstudagur 5. júlí.  Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 5 júlí. Flóð er um kl. 21 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina.

 

Laugardagur 6. júlí.

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla að Ólafseyjum og þar skoðaðar gamlar mannvistarleyfar. Þaðan verður siglt í Sviðnur þær skoðaðar, eigendur verða á staðnum og fræða þáttakendur. Síðan verður siglt innanskerja til Skáleyja og þar mun Jóhannes Geir Gíslason sýna okkur minjasafn sem hann hefur komið upp þar og fræða þáttakendur um lífið í eyjunum en hann er þar fæddur og uppalin og var þar bóndi um tíma. Loks verður siglt til baka til Reykhóla og ráðgert koma að landi um eða fyrir kl. 20 en háflóð er um kl. 22 og því hentugt að taka bátana upp.

 

 Siglingaleiðin.

 Sviðnur 1917. ljósmynd: Sæmundur Guðmundsson (1873-1955)

 

 

Ýmsan fróðleik má finna á netinu um eyjarnar, m.a.:

https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_olafseyjar.htm

https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_svidnur.htm

https://www.nat.is/travelguide/br_eyjar_skaleyjar.htm

 

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingin verður og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

 

Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum. 

 

Björgunarsveit Landsbjargar á Reykhólum, Heimamenn, mun verða með í för með öflugan bát okkur til halds og trausts.

 

Allir bátar eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

 

Mjög góð aðstaða fyrir báta er á Reykhólum og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit.

 

Báta- og hlunnindasýningin verður opin og vafalaust hafa þáttakendur áhuga á að skoða hana.

 

Sjá má fróðleik úr starfi félagsins og myndir frá fyrri Bátadögum: http://batasmidi.is/

 

 

Frekari upplýsingar veitir: Hafliði Aðalsteinsson, formaður félagsins,  s. 898-3839

  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 429
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 662103
Samtals gestir: 66968
Tölur uppfærðar: 16.7.2024 04:22:47

Gestir

free counters