Bátasmíði.is

Færslur: 2015 Desember

26.12.2015 18:03

Vélasafnið - fróðleikur


Eins og fram koma hér á síðunni í september þá bættist vélasafn Þórhalls Matthíassonar frá Litlabæ í Skötufirði við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum.

Nú hefur safnið verið skrá eftir upplýsingum frá Þórhalli.

Ýmislegt fróðlegt kemur í ljós við skráningu safnsins.

Vélarnar eru alls 102 af 42 tegundum og eru framleiddar í 8 löndum. Ekki er vitað um aldur allra vélanna en af þeim sem vitað er um er elsta vélin frá 1926 og sú yngsta frá 2001. Notkun vélanna hefur verið mjög fjölbreytt en um 80% eru báta- eða ljósavélar. Vélarnar koma víða að, rúmlega helmingur er af Norðurlandi og um þriðjungur af Vestjörðum, Breiðafirði og Vesturlandi.

Í haust var unnið að því að gera húsnæði tilbúið fyrir sýninguna og gekk það vel og í vor verður safnið sett upp ásamt merkingum.

Við viljum hvetja alla áhugamenn að gera sér ferð á Reykhóla næsta sumar og skoða þetta stór merka safn.

Hér á eftir fylgja nokkrar töflur fyrir áhugasama að skoða betur.

Fjöldi véla og framleiðsluland
10 Sabb norsk
10 Solo sænsk
8 Albin sænsk 
7 Briggs & Stratton usa
7 Stuart ensk
6 Volvo Penta sænsk
4 Skandia sænsk
4 Hatz þýsk
3 Bukh dönsk
3 Göta sænsk
3 Sleipner norsk
2 Lister ensk
2 Marna norsk
2 Penta Göteborg sænsk
2 Petter ensk
2 Wisconsin usa
2 VM Ítölsk
1 AB Electrolux sænsk
1 Bolinder sænsk
1 Drott sænsk
1 Ellwe sænsk
1 Faryman þýsk
1 FM norsk
1 Ford usa
1 Ford Mermid ensk
1 Gardner þýsk
1 Göta eða Solo sænsk 
1 Kröve norsk
1 Kvikk norsk
1 Köhler usa
1 Lombardini ítölsk
1 Neptune usa
1 Q.M. norsk
1 Royal Enfield ensk
1 Röston ensk
1 Skrúfa frá Göta vél sænsk
1 Startmótor rússneskur  
1 Stord norsk
1 Universal usa
1 Victor ensk
1 Villers ensk
1 Witte usa
102 42  

Uppruni véla
Norðurland 57
Vestfirðir 25
Breiðafjörður 7
Vesturland 6
Austfirðir 5
Suðurland 2
  102

Bátavél 69
Dæluvél 1
Fjölnotavél 13
Kranavél 1
Ljósavél 9
Rafstöð 1
Sláttuvél 1
Skrúfa 1
Spil 1
Startvél 1
Súgþurrkunarvél 2
Utanborðsvél 2
Fjölnotavélar t.d.  
 - Mjaltavélar  
 - Hrærivélar  
 - Sláttuvélar   
 - o.fl.  
  102



  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 578
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 943314
Samtals gestir: 85233
Tölur uppfærðar: 17.2.2025 01:27:42

Gestir

free counters