Hjónin Jófríður Benediktsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari, og Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari, voru útnefnd sem heiðursiðnaðarmenn ársins 2020 á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir einstakt framlag til íslenskrar þjóð- og iðnmenningar.
Jófríður Benediktsdóttir er kjóla- og klæðskerameistari og BA í listfræði með þjóðfræði sem aukagrein, og Hafliði Aðalsteinsson er skipasmíðameistari og húsasmiður.
Þau hafa bæði, hvort á sinn hátt, haldið uppi og miðlað áfram iðnþekkingu sem skipar mikilvægan sess í menningarsögu okkar Íslendinga.
Jófríður hefur um árabil haldið uppi heiðri íslenska þjóðbúningsins og kennt námskeið þjóðbúningagerð og Hafliði er bátasmiður langt aftur í ættir og hefur miðlað þeirri þekkingu og sögu áfram.