Bátasmíði.is |
|
18.11.2011 14:07Bátadagar 2009 ákaflega vel heppnaðir.14. July, 2009 Um síðust helgi fóru fram Bátadagar 2009 á Reykhólum. Það er áhugamannahópur um stofnun Bátasafns Breiðarfjarðar sem stendur að Bátadögum og var fjölmenn þátttaka í ár. Hópur yfir 100 manns hélt úr höfn frá Stað á um 20 trébátum. Siglt var í blíðskapar veðri um Breiðafjörðinn eins og dagskrá sagði til um. Hópurinn fékk frábærar móttökur í eyjunum og slegin var upp matarveisla í Skáleyjum að hætti þeirra og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Áhugamannahópurinn vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábær viðkynni, yndislega siglingu og vonast til að sjá sem flesta aftur að ári. Á myndasíðu eru myndir úr ferðinni. Með bestu kveðju, Hjalti Hafþórsson Hvalfjarðarsveit. 18.11.2011 14:03Bátadagar 20096. March, 2009 Reykhólamenn eru búnir að ákveða tímasetningu Bátadaganna á nýja árinu. Að þessu sinni verða þeir helgina 11. og 12. júlí. Farið verður á ennþá óvissum fjölda súðbyrðinga frá höfninni á Stað á Reykjanesi á laugardagsmorgni og komið við í eyjum á leiðinni til Flateyjar, þar sem gist verður um nóttina. Að Bátadögum stendur sami hópurinn sem undanfarin ár hefur unnið að uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Vonast er til þess að sem flestir sem hafa yfir súðbyrtum sjófærum trébátum að ráða, gömlum sem nýjum, komi og verði með í ferðinni.
Bátadagar ferðaáætlun 11. og 12. júlí 2009 Farið verður frá Stað kl. 10 að morgni 11. júlí. Siglt verður út flóann meðfram Skákaskeri og Leiðarskeri í lendingu í Skáleyjum. Þaðan verður farið út Langeyjarsund, Brandssund meðfram Látratöngum og Lyklaskeri út á Bæjarsund í lendingu í Hvallátrum. Farið verður þaðan út Bæjarsund, Lokaskerssund eða Leiðarsund meðfram Sprókseyjum og Klofningi í lendingu í Svefneyjum, þaðan verður farið út Flateyjarsund og Hafnarsund til Flateyjar. Þeir sem geta látið báta sína fjara þurfa að vera komnir í Grýluvog milli kl. 9 og 10 um kvöldið, þar verða bátarnir geymdir um nóttina. sunnudagur 12. júlí Kl. 10 (um flæðina) á sunnudagsmorgun þarf að taka bátana úr Grýluvogi. Farið verðir af stað úr Flatey kl. 13 sem leið liggur um Eyjarendasund suður fyrir Svefneyjar í Sviðnur og farið þaðan um Sviðnasund meðfram Skutlaskerjum að Stað. Stoppað verður á hverjum stað í einn eða tvo klukkutíma, nema í Flatey þar sem gist verður. Rétt er að taka fram að sjávarföll ráða meira um ferðatilhögun en klukkan. 18.11.2011 14:01Velkomin á vefinn okkar6. April, 2008 Þessi vefur hefur opnað augu sín á veraldarvefnum og fær von bráðar uppeldi sitt. Ykkur er velkomið að fylgjast með uppvaxtarárunum. |
Eldra efni
Bátasafn Breiðafjarðar Nafn: Bátasafn BreiðafjarðarTölvupóstfang: [email protected]Staðsetning: ReykhólarTenglar
Flettingar í dag: 770 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 972 Gestir í gær: 29 Samtals flettingar: 984161 Samtals gestir: 87836 Tölur uppfærðar: 24.3.2025 17:07:14 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is