Bátasmíði.is

09.04.2013 23:35

Bátasafnið

     
     Video frá Bátasafninu komin inn.

09.04.2013 21:46

Frá vinnudegi á Bátasafninu.


   Meira í albúmi.           

15.09.2012 20:35

Vídeo

 
       Ný vídeo komin inn. 

14.07.2012 22:30

Nýjar færslur

Nýjar myndir frá Bátadögum 2012 í Myndaalbúmi einnig undir 2012 í Tenglum hér til hægri.

Kíkið einnig á fróðleik undir Skrá 

22.04.2012 07:26

Bátadagar 2012

Bátahátíð Bátasafnsins - Bátadagarnir - verður farin 7. júlí nk. Frekari upplýsingar er að finna hér:

http://batasmidi.is/files/


 

25.03.2012 15:37

Fjórum vel heppnuðum námskeiðum lokið

 

Nú er lokið námskeiðum í bátasmíði sem haldin voru á vegum Bátasafns Breiðafjarðar og Iðunnar, félags iðnaðarmanna. Lagt var upp með að halda tvö námskeið en þau urðu fjögur og voru tuttugu kennslustundir hvert. Þátttakendur voru alls tuttugu og þrír karlar víða af landinu.

 Hafin var smíði á tæplega sex metra löngum súðbyrðing og kláruðust sex umför af tólf. Bátinn teiknaði Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður í anda hlunnindabátanna í upphafi vélbátaaldar við Breiðafjörð, sem þróuðust í framhaldi af árabátunum.

 Mikill áhugi er hjá þeim sem stóðu að námskeiðinu og nemendum að halda áfram á sömu braut og taka þá fyrir fleiri þætti bátasmíðinnar, svo sem bönd, borðstokka, þóftur, farvið og vélar, niðursetningu og fleira. Verður fljótlega farið að huga að því.

 Leiðbeinendur vilja þakka nemendum fyrir þátttökuna og stórskemmtilega daga við smíðarnar og vonast til að hitta sem flesta á sama vettvangi síðar.

 Albúm með myndum frá öllum námskeiðunum fjórum eru komin hér vefinn.17.02.2012 15:44

Smíði trébáta.

Iðan fræðslusetur.

Lifandi handverk - í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar. Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Farið er í gegnum grundvallaratriði í smíði og munu þátttakendur leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Námsefni er m.a. Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu.

19.12.2011 19:05

SÚÐBYRÐINGUR - SAGA BÁTS
Heimildamyndin Súðbyrðingur - saga báts
eftir Ásdísi Thoroddsen er komin út á mynddiski.

Fjórir menn taka sér fyrir hendur að smíða bát eftir Staðarskektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reykhólasveit. Samhliða því sem nýi báturinn tekur á sig mynd er sögð saga bátasmíða á Norðurlöndum. Byrjað er á kilinum, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo þegar báturinn er byrtur er sagt frá skinnbátum bronsaldar og helluristum, fórnum á bátum og mönnum til ókunnra guða, en elsti súðbyrðingurinn sem vitað er um varðveittist á einum slíkum blótstað, sýnd hin glæstu skip víkingaaldar, sýndar myndir frá selveiðimönnum í Eystrasaltinu sem lögðust út á ísinn og sváfu í einkennilega löguðum bátum sínum, og áfram er smíðað, böndin og borðstokkarnir, og þá er komið til Færeyja þar sem keppt er í róðri í nýrri gerð af súðbyrðingum á Ólafsvöku. Að lokum er báturinn klár og seglin saumuð og þá er sjósetning og smiðirnir sigla út á Breiðafjörð, til fortíðar þeirra sjálfra, þar sem súðbyrðingar voru smíðaðir og notaðir - heima.

Báturinn er trúarlegt tákn. Í þessum ,,báti" sem kvikmyndin er, rúmast margt, svo sem handbragð, heiðindómur, verslunarsaga, veiði, dauði og hátíðir. Í gegnum báta og skip tengjast hættir og saga þeirra þjóða sem búa á Norðurlöndum.

Ólafur H. Torfason fór lofsamlegum orðum um Súðbyrðing - sögu báts, gaf fjórar stjörnur, fullt hús.

Norska sjónvarpið (NRK) og það færeyska, Kringvarp, keyptu myndina og búið er að sýna hana.

Kvikmyndin er textuð á ensku, þýsku, frönsku, sænsku, norsku, færeysku, dönsku og íslensku, og svo er hægt að hafa hana án texta. Eintakið kostar kr. 3.000,- með vsk að viðbættum sendingarkostnaði.


 

Gjóla ehf,
Bergstaðastræti 28 A,
101 Reykjavík,
Iceland

S: + 354 552 4456
FS: + 354 868 9771
http:// www.gjola.is 

18.12.2011 10:53

On Northern Waters - The Story of a Boat

  (org. Súðbyrðingur - saga báts)

Four boatbuilders join forces in building a clinkboat of the type that was once predominant in the Breidafjord Bay in the West of Iceland.  The story of thousand years of boatbuilding in the North unfolds as we watch them build the clinkboat -- starting with the keel which had its beginning in the logboat of the stoneage, and finishing with the launching. When the sails are set we are brought back to the personal histories of the builders themselves, to the past when these boats were in general use - back home where the film started.

The boat is a religious symbol. The vessel that is the film carries a variety of subjects: craftsmanship, paganism, trade history, fishing, death, celebrations. The boats reflect the ethnic history of the Nordic nations. The building of the boat forms the baseline of the film but the story of the clinkboat is told by the people who appear in it (chiefly the builders) and they to an extent determine its course. Their various contributions add up to the narrative.The score reflects the different historical periods and thus adds another layer to the story.

The filming took place in Iceland, Faeroe Islands, Norway, Sweden, Danmark and Germany. It is 57 min.

The Icelandic Filmcentre and the Nordisk Kulturfond supported the film and the Norwegian Broadcasting Station NRK and the Faeroese Kringvarp have already aired it.

Subtitles:  English, French, German, Norwegian, Swedish, Danish, Faeroese, Icelandic.

Price for persons: GBP 15,- (EUR 18,-)

Price per copy for schools and institutions:  30,- GBP (EUR 36,-)

 

Gjóla ehf,
Bergstaðastræti 28 A,
101 Reykjavík, 
Iceland

S:    + 354 552 4456
FS:  + 354 868 9771
http://  www.gjola.is

18.12.2011 10:51

Der Film Das Klinkerboot - Die Geschichte eines Bootes

Das ist ein Film über die Geschichte und Entwicklung des nordischen Klink Bootes. Der Originaltitel ist Súðbyrðingur - saga báts (On Northern Waters - The Story of a Boat).  Der Film wurde auf Island, den Färöer Inseln, in Norwegen, Schweden, Finnland, Dänemark und Deutschland gedreht.  Den Erzähl-Rahmen bilden vier Männer, die auf die traditionelle Weise eines dieser Boote bauen. Und während der Film den Fortschritt begleitet, entfaltet sich in Interviews und Bildern die Geschichte des Bootes im Nord-Atlantik und der Ostsee von der Steinzeit an.  Dabei wird die ethnische Geschichte des Nordens reflektiert; das Handwerk, die Jagd, Handels- und Raubzüge und religiöse Rituale.

Der Film hat eine Länge von 57 Minuten.  Der Isländische Film Fond und der Nordisk Kulturfond haben die Produktion unterstützt, der norwegische Sender NRK und der Faeröische Sender Kringvarp haben ihn gekauft und gesendet.

Die Untertitel sind in Deutsch, Französisch, English, Schwedisch, Norwegisch, Dänisch, Faeröisch, Isländisch und die Möglichkeit gibt es den Film ohne Untertitel zu sehen.

Ein Dvd von dem Film kostet vom Hersteller EUR 18,- plus die Sendungskosten.

Für Bibliotheken in Schulen und Institutionen kostet der Film EUR 36- .


Gjóla ehf,
Bergstaðastræti 28 A,
101 Reykjavík, 
Iceland

S:    + 354 552 4456
FS:  + 354 868 9771
http://  www.gjola.is

03.12.2011 13:27

Fundarboð.

Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum boðar til aðalfundar sunnudaginn 11. desember kl. 14 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Reykjavík.
 
Venjuleg aðalfundarstörf.
 
Samningur um stofnun félags með Æðarvé og Reykhólahreppi um báta og hlunnindasýningu á Reykhólum. 
  
 
Atkvæðisrétt hafa skráðir félagar 1. nóvember 2011
 
Stjórnin

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 438113
Samtals gestir: 44187
Tölur uppfærðar: 4.12.2023 03:55:39

Gestir

free counters