14.03.2014 22:27

Frá námskeiði 7-8 feb.


                                                 Fleiri myndir í albúmi.

13.01.2014 11:55

Korngarðar 5

Faxaflóahafnir hafa lánað Bátasafni Breiðafjarðar aðstöðu í ónotuðu rými í Korngörðum fyrir námskeiðahald í smíði á súðbyrðingum. Þetta er frábær aðstaða og eiga forsvarsmenn Faxaflóahafna heiður skilið fyrir hjálpsemina. 

Næsta námskeið verður haldið 7-8 febrúar nk. 

Þarna eru líka nokkrir aðilar með aðstöðu fyrir súðbyrðinga sína. Jón Páll ljósmyndari leit við um helgina og tók nokkrar myndir sem sjá má hér:


og hér:  

  

21.07.2013 20:32

Teista.

Teista

VIDEO HERE
 
Teista sjósett á sjómannadag 2013.

03.07.2013 10:39

Bátadagar falla niður vegna veðurútlits

Því miður munu Bátadagar 2013 falla niður vegna slæmrar veðurspár.

13.05.2013 19:04

Bátadagar 6-7 júlí 2013

Bátadagar á Breiðafirði 6 og 7 júlí 2013

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn þann 6 og 7 júlí nk.

Dagskráin verður með þeim hætti að þáttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum á föstudaginn 5 júlí. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á sameiginlegu grilli saman á föstudagskvöldinu og þá verði farið yfir leiðarlýsinguna ferðarinnar og fróðleik um það sem fyrir augu mun bera. Laugardaginn 6 júlí verður siglt frá Reykhólahöfn kl. 10:00 og siglt NV með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafjörð og aðstæður skoðaðar. Áð verður við Teigsskóg og hann skoðaður, síðan verður siglt að Stað á Reykjanesi og lýkur ferðinni þar. Sunnudaginn 7. júlí verður farið kl. 10:00 frá Stað og siglt út í Sviðnur og deginum eytt með heimafólki sem fræðir um eyjuna og sögu hennar. Siglt til baka að Stað og eru þar ferðalok. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klst. hvorn dag.

Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaða siglingaleið.


Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð.

Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

 Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar á www.reykholar.is

Frekari upplýsingar veita: Sigurður Bergsveinsson, [email protected], s: 893 9787 og Hafliði Aðalsteinsson, [email protected],  s: 898 3839



09.04.2013 23:35

Bátasafnið

     
     Video frá Bátasafninu komin inn.

09.04.2013 21:46

Frá vinnudegi á Bátasafninu.


   Meira í albúmi.           

15.09.2012 20:35

Vídeo

 
       Ný vídeo komin inn. 

14.07.2012 22:30

Nýjar færslur

Nýjar myndir frá Bátadögum 2012 í Myndaalbúmi einnig undir 2012 í Tenglum hér til hægri.

Kíkið einnig á fróðleik undir Skrá 

22.04.2012 07:26

Bátadagar 2012

Bátahátíð Bátasafnsins - Bátadagarnir - verður farin 7. júlí nk. Frekari upplýsingar er að finna hér:

http://batasmidi.is/files/