Bátasmíði.is

29.06.2020 20:51

Bátadagar 2020

Bátadagar á Breiðafirði 4 júlí 2020

Allar gerðir báta velkomnar

 

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í þrettánda sinn 4 júlí nk.

 

Allar gerðir báta velkomnar, ekki bara trébátar.

 

Föstudagur 3. júlí.  Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 3 júlí. Flóð er um kl. 18 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina.

 

Laugardagur 4. júlí.

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9-10 og áformað er að sigla um s.k. Reykhólaeyjar sem eru innan við Reykhóla fyrir minni Beru- og Króksfjarðar. Ráðgert er að koma til baka seinni partinn. Háflóð er um kl. 19 og þá er hentugt að taka bátana upp.

 


Svæðið sem siglt verður um.

 

 

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingin verður og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

 

Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum.

 

Allir bátar eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

 

Mjög góð aðstaða fyrir báta er á Reykhólum og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar hér: http://www.reykholar.is/

 

Báta- og hlunnindasýningin verður opin og vafalaust hafa þáttakendur áhuga á að skoða hana. Sjá má fróðleik úr starfi félagsins og myndir frá fyrri bátadögum hér: http://batasmidi.is/

 

 

Frekari upplýsingar veitir: Hafliði Aðalsteinsson, formaður félagsins,  s. 898-3839


Myndir og myndbönd úr ferðinni má sjá hér: 

http://www.batasmidi.is/photoalbums/293710/ 

http://batasmidi.is/photoalbums/293755/

https://www.facebook.com/goddur55/media_set?set=a.10158682576771907&type=3


https://vimeo.com/435654544

https://vimeo.com/435656834

https://vimeo.com/435653461

https://vimeo.com/435654128







Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 464
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 766221
Samtals gestir: 72953
Tölur uppfærðar: 20.9.2024 02:12:17

Gestir

free counters