Bátasmíði.is

20.11.2011 20:46

Fyrsta námskeiði í verklegri bátasmíði lokið.

21. September, 2010
Um síðustu helgi eða þann 18 sept lauk fyrsta námskeiðinu í bátasmíði hjá okkur. Við vitum ekki til þess að samskonar námskeið hafi verið haldið áður en það er greinilegt að það er mikil þörf fyrir námskeið af þessu tagi. Eftir því sem ég kemst næst útskrifaðist síðasti nemandinn í trébátasmíði úr iðnskóla 1987 en eftir það hefur ekki verið boðið uppá þetta nám í iðnskólum sem kannski skýrir að hluta hvernig komið er fyrir þessari verkmenningu. Námskeiðið gekk vonum framar og mikill áhugi á vinnunni við bátana sögu þeirra og væntanlegu framhaldi á bátamálum hjá okkur.  Vinnan við bátana var mikil og ætla ég að fara létt yfir það sem búið er að gera á námskeiðinu.

Baldur smíðaður í Hvallátrum 1938 smiður Valdimar Ólafsson.

Skipt um afturstefni og kjalsíður, komin 6 umför af 8 báðum megin, skipt út hluta af saxborðum aðeins farið í bönd.

Björk smíðuð í Hvallátrum 1936 smiður Valdimar Ólafsson

Skipt um efrihluta afturstefnis, skipt út 3 umförum að aftan, 2 umförum framan, talsvert endurnýjað af böndum, nýjar kempur og smíðaðir nýjir borðstokkar. Lítilega var farið yfir seglbúnað sem algengastur var á Breiðafirði á tíma árabátanna.

Þeir sem tóku þátt í námskeiðinu hjá okkur eru: Bjarni Sigurjónsson Reykjavík, Birkir Birgisson Hornafirði ,Hans Wíum Bragason Garði, Hilmir Bjarnasson Akranesi, Loftur Sigvaldasson Garði og Karl Gunnarsson Reykjavík. Viljum við þakka þeim fyrir frábæra samveru og við vonumst til þess að þetta verði byrjun á frekari samvinnu í frammtíðinni. Fleiri myndir eru komnar í albúmið okkar og jafnframt þær síðustu frá námskeiðinu.

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 721
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 728
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1389888
Samtals gestir: 188044
Tölur uppfærðar: 20.9.2021 16:29:55

Gestir

free counters