Bátasmíði.is

01.03.2019 20:16

BjörgBjörg var smíðuð í Bjarneyjum um 1870 af Bergsveini Ólafssyni (1839-1999). Bergsveinn, var sonur Ólafs Teitssonar (1810-1892) og Bjargar Eyjólfsdóttur (1815-1899) í Sviðnum, Einarssonar eyjajarls (1784-1865) í Svefneyjum. Bergsveinn var afkastamikill bátasmiður og er talinn hafa smíðað bát á ári öll sín búskaparár í Bjarneyjum 1869-1899 og stundum marga, eða alls á milli 30 og 40 báta, auk þess sem hann gerði við fjölda báta.

Björg er smíðuð úr furu fyrir Magnús Magnússon (1854-1933) "vert" í Flatey og er stór sexæringur tæpir 8 metrar á lengd og um 2,2 metrar á breidd og um 2,0 brl. að stærð. Upphaflega hét báturinn Harpa og var seglskip og notaði Magnús bátinn aðallega til flutninga. Árið 1934 eignast Valdimar Ólafsson (1906-1939) sonarsonur Bergsveins bátinn, breytir honum í vélbát og lætur hann heita Björg. Síðan var báturinn í Hvallátrum og notaður til flutninga og ferðalaga þar til búsetu þar lauk árið 1991. Báturinn var í Hvallátrum í eigu Aðalsteins Aðalsteinssonar (1923-2014) bróðursonar Valdimars til ársins 2007, en þá var báturinn tekinn til viðgerða og synir Aðalsteins, Hafliði og Jón, gerðu töluvert við hann. Í dag er hann heill og í ágætu standi.

Fyrsta vélin sem sett var í bátinn var 7 ha Skandia vél en 1948 var sett í hann 10 ha Skandia, 1961 10 ha Kelvin vél og 18 ha Sabb vél árið 1987. Kelvin vélin frá 1961 var síðan gerð upp og sett aftur í bátinn 1997-98.

Björg was built in Bjarney in 1870 by Bergsveinn Ólafsson (1839-1999). Bergsveinn, son of Ólafur Teitsson (1810-1892) and Björg Eyjólfsdóttir (1815-1899) in Sviðnur, Einarsson (1784-1865) in Svefneyjar island. Bergsveinn was a productive boat builder and built a boat every year from 1869-1899 and sometimes many, or in total between 30 and 40 boats. Björg is made of pine for and is about 2.0 brl. (gross tonnes) Initially, the boat was named Harpa and was a sailing ship. In 1934, Valdimar Ólafsson (1906-1939) grandson of the Bergsveinn, bought the  boat, converted him into a motor boat and named him Björg. Then the boat was in Hvallátur and used for transport and travel until the residence in Hvallátur ended in 1991. The boat was owned by Aðalsteinn Aðalsteinsson (1923-2014) brotherson of Valdimar until 2007, when then the boat was taken for repair and sons of Aðalsteinn, Hafliði and Jon, did a lot to him. Today she is in good condition. The first machine that was installed in the boat was 7 ha Skandia engine, in 1948 it was replaced with 10 ha Skandia engine. In 1961 it was replaced with 10 ha Kelvin engine and then 18 ha Sabb machine in 1987. The Kelvin machine from 1961 was then repaired and re-installed in the boat 1997- 98.22.12.2017 19:16

Sæbjörg BA flutt í hús.

Í dag var langþráðu marki náð. Sæbjörg BA var sett inn í hús til viðgerðar. Sjá myndir í albúmi.


09.09.2017 16:17

Noregur 2017


Hafliði Aðalsteinsson vinnur að smíði báts í Noregi hjá: http://kystensarv.no/islandsk-batbygger-i-aksjon. Verkefnið er að smíða dæmigerðann breiðfirskan bát. Hafliði mældi og teiknaði upp Sendling sem Ólafur Bergsveinsson langafi hans smíðaði fyrir um 130 árum. Verkið hófst 13. ágúst og nú þegar þetta er skrifað, 9. sept., er hann að setja áttunda umfarið af níu í bátinn og stefnir að því að klára hann um næstu mánaðarmót. Myndir eru í myndaalbúmi. Einnig má benda á Facebook síðu : https://www.facebook.com/kystensarv/ 

05.08.2016 15:57

Opnun vélaafns og bátadagar 2016


Laugardaginn 2 júlí voru Bátadagar haldnir. Bátar sem þátt tóku voru einungis fjórir og hafa aldrei verið færri. Þátttakendur voru um 35. Farið var i Akureyjar  þar sem þau, Lilja og Birgir bændur tóku á móti hópnum. Veður var frekar þunmgbúið og gekk á með skúrum. Siglt var um Reykhólaeyjar á bakaleiðinni. Allt gekk eins og í sögu. Um kvöldið var haldin kvöldvaka og grillað saman í Báta- og hlunnindsýningunni. Vélasafn sem Þórhallur Matthíasson færði safninu að gjöf í fyrra var opnað formlega í kjallara hússins. Félagsmenn hafa í vetur unnið að frágangi kjallarans og er nú komin fyrirtaks aðstaða til að sýna safnið.

Myndir eru komnar inn á myndaalbúm endilega skoðið: http://batasmidi.is/photoalbums/279727/  

08.06.2016 21:30

Bátadagar 2016


Bátadagar á Breiðafirði 2 júlí 2016

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í níunda sinn þann 2 júlí nk.

Eigendur trébáta eru hvattir til að mæta með báta sína. Í ár er gert ráð fyrir þægilegri og stuttri dagleið þannig að litlir bátar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum að taka þátt.

Föstudagur 1. Júlí.  Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum á föstudaginn 1 júlí. Flóð er um kl. 17 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni á Reykhólum, þaðan sem farið verður í siglinguna daginn eftir.

 Laugardagur 2. Júlí.

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 10

Áætlunin er að sigla til Akureyja en Akureyjarbændur, Lilja Gunnarsdóttir og Birgir Bjarnason hafa verið svo vinsamleg að bjóða bátafólkið velkomið að stíga á land og skoða sig um. Ef veður og aðstæður bjóða er möguleiki á að lengja ferðina að Fagradal á Skarðströnd.

Akureyjar eru eyjaklasi sem liggur um 5 km úti fyrir Skarðsströnd og svipaða vegalengd frá Reykhólum, nokkru utan við mynni Gilsfjarðar. Í klasanum eru um 30 eyjar og grashólmar. Akureyjar þóttu fremur þægilegar til búskapar miðað við aðrar Breiðafjarðareyjar og var helsta ástæða þess sú að þær eru skammt frá landi.

 Á árunum 1907-1927 fengust af Akureyjum að meðaltali 50 kg. af hreinum dún, 30-40 vorkópar og svipuð tala af haustkópum, um 10 þúsund lunda kofur (pysjur) og 18-20 kýrfóður af töðu. Talnaglöggir geta reiknað hvað þetta er að núvirði en ljóst er að Akureyjar voru og eru kostajörð.

Háflóð er um kl. 18 um kvöldið þannig að þeir sem vilja geta tekið báta sína upp við ferðalok. Gera má ráð fyrir að ferðin taki um 5-6 klst. 

Um kvöldið verður haldið sameiginlegt grill við hús Báta og hlunnindasýningarinnar, sem leggur til grill og kol og húsnæði til að matast í.

Hinir landsfrægu stuðboltar og bræður Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir munu síðan skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir eru af breiðfirskum ættum og langafi þeirra Gísli Bergsveinsson var bóndi í Akureyjum 1927-32.

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að allir þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum. 

Björgunarsveit Landsbjargar á Reykhólum, Heimamenn, mun verða með í för með nýjan og öflugan bát okkur til halds og trausts.

Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar  á www.visitreykholahreppur.is/.

Gisting í Reykhólahreppi;  http://www.visitreykholahreppur.is/page/34171/

Gisting í Dalasýslu; http://www.dalabyggd.is/ferdathjonusta/gisting/

Báta- og hlunnindasýningin verður opin. http://visitreykholahreppur.is/page/34165/.

Frekari upplýsingar veita: Harpa Eiríksdóttir, info@reykholar.is,  s: 894-1011 og

Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is, s: 893-9787


  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 176
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 872146
Samtals gestir: 128327
Tölur uppfærðar: 20.5.2019 23:10:12

Gestir

free counters