Bátasmíði.is

Færslur: 2020 Apríl

01.04.2020 10:35

Heiðursiðnaðarmenn 2020

Hjón­in Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir, kjóla- og klæðskera­meist­ari, og Hafliði Aðal­steins­son, skipa­smíðameist­ari, voru út­nefnd sem heiðursiðnaðar­menn árs­ins 2020 á ár­legri ný­sveina­hátíð Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík fyr­ir ein­stakt fram­lag til ís­lenskr­ar þjóð- og iðnmenn­ing­ar.  

Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir er kjóla- og klæðskera­meist­ari og BA í list­fræði með þjóðfræði sem auka­grein, og Hafliði Aðal­steins­son er skipa­smíðameist­ari og húsasmiður. 

Þau hafa bæði, hvort á sinn hátt, haldið uppi og  miðlað áfram iðnþekk­ingu sem skip­ar mik­il­væg­an sess í menn­ing­ar­sögu okk­ar Íslend­inga. 

Jó­fríður hef­ur um ára­bil haldið uppi heiðri ís­lenska þjóðbún­ings­ins og kennt nám­skeið þjóðbún­inga­gerð og Hafliði er báta­smiður langt aft­ur í ætt­ir og hef­ur miðlað þeirri þekk­ingu og sögu áfram. 

  • 1

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 221
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 438199
Samtals gestir: 44189
Tölur uppfærðar: 4.12.2023 05:00:08

Gestir

free counters